top of page
Search

Hvernig á að stilla skrifborðsstólinn og annað við skrifborðið?

Updated: Nov 9, 2019

A: Skjárinn ætti að vera í þeirri fjarlægð að með því að rétta beinar hendur fram nái fingur að nema við tölvuskjáinn. Efri brún skjásins ætti að vera í augnhæð eða rétt fyrir neðan hana og skjánum beint að augum ef hægt er að halla honum.


B: Ekki láta glampa á skjáinn frá ljósum eða gluggum.


D: Framhandleggir ættu að vera í 90° frá hrygg og þeir ættu að geta hvílt á borði. Stuðningur ætti að vera undir olnbogum þannig að handleggir hangi ekki í herðavöðvum en ekki það hátt uppi að herðar lyftist mikið upp. Olnbogar eiga að vera þétt upp við búkinn.


E: Stólseta ætti að vera í láréttri stöðu, samsíða gólfi, eða í 90° horni við hrygg.


F: Hafðu stólbakið þétt upp við bakið á þér og passaðu þig að setjast alveg inn við stólbakið þegar þú sest í stólinn. Stuðningur ætti að vera við mjóbakið og það þarf að hafa í huga þegar hæð baksins er stillt.


G: Ef lyklaborðið er hátt frá borði eða með mikinn halla er gott að hafa stuðningspúða undir úlnliðum. Úlnliðir ættu að vera sem næst miðstöðu, þ.e. ekki í beygjustöðu eða yfirréttu.


H: Fætur eiga að ná niður í gólf. Ef þeir ná ekki niður í gólf þarftu að hafa einhverja upphækkun undir iljunum. Ef fætur hafa ekki stuðning er þrýstingur mikill undir lærum við hnéspætur, sem heftir blóðflæði. Ef stuðningur undir fótum er of hár lyftast lærin frá stólsetunni við hnéspætur sem breytir stöðu lærleggja, mjaðmagrindar og mögulega mjóbaks.



113 views0 comments

Comments


bottom of page