top of page

Einkaþjálfun

​Hvar?

 • Í Hreyfingu í Glæsibæ býð ég upp á einkaþjálfun í tækjasal. Stöðin er einhver sú glæsilegasta. Notalegt andrúmsloft, snyrtilegt, og öll aðstaða til fyrirmyndar.

Hvernig er hefðbundinn tími?

 • Timinn byrjar á því að þú hitar upp á eigin vegum. Þú gætir ráðfært þig við mig varðandi hvað sé heppileg upphitun.

 • Eftir upphitun er ég mættur og fylgi þér í gegnum æfingar, ýmist líkamsþungaæfingar, tækjaæfingar, með laus lóð eða hvað sem ég tel að hjálpi þér að ná markmiðum þínum. 

 • Eftir aðalhlutann fylgi ég þér á teygjusvæðið og set þér fyrir aukaæfingar sem ég tel að henti þér vel, gjarnan kvið- og bakæfingar, jafnvægisæfingar eða liðkunar og teygjuæfingar. Ég sé til þess að þú sért að framkvæma allar æfingar rétt og þegar ég er orðinn viss um það kveð ég þig og þú klárar nokkur sett til viðbótar á eigin vegum. 

 • Tími með mér er 30 mínútna langur en æfingin sjálf teygir sig hátt í klukkutíma en það er undir þér komið hvað þú nærð góðri upphitun og hvað þú gefur þér góðan tíma í niðurlag.

Hvernig er fyrsti tíminn?

 • Fyrsti tíminn fer að mestu leiti í spjall þar sem ég fæ að heyra þína sögu, við ræðum markmið og ég fæ að skoða þig gróflega með tilliti til sögunnar. Oft hefur fólk einhverja meiðsla eða veikindasögu sem þarf að taka tillit til og skoða frekar.

 • Það er fínt að vera í íþróttafötum til þess að geta gert nokkrar æfingar svo ég geti skimað hreyfingar þínar betur. 

 • Ég vigta fólk yfirleitt ekki nema það biðji um það og ég spái ekkert í fituprósentunni nema það sé sérleg ósk þín. 

 • Þær mælingar sem ég hugsa um tengjast þoli, styrk, líðan og liðleika umfram einhverja þyngd eða fituprósentu. Heilbrigði og hreysti eru það sem skiptir máli þó hitt fylgi gjarnan með.

Hvað kostar?

 • Stakur tími í einkaþjálfun kostar 8000kr en það eru nokkrir hlutir sem lækka verðið:

  • Veittur er afsláttur ef þú bindur þig í 3 mánuði eða lengur​

  • Veittur er meiri afsláttur eftir því sem þú ert oftar í viku

  • Veittur er afsláttur ef fleiri eru saman, t.d. koma hjón, vinir, systkini eða vinnufélagar gjarnan saman og deila kostnaði. Þú getur líka spurt mig hvort ég viti um æfingafélaga sem gæti hentað þér.

  • Veittur er afsláttur ef þú ert í fjarþjálfun hjá mér.

toltaeki.jpg_width=348&height=235.jpg
Senda fyrirspurn/panta tíma

Takk fyrir, ég hef samband mjög fljótlega!

bottom of page