top of page

Bjarni Már Ólafsson - á punktaformi

  • Útskrifaðist með BSc gráðu í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands vorið 2015.

  • Hefur tekið þjálfaramenntunarnámskeið ÍSÍ, nálastungu, kinesio tape, sporting hip and groin og fjölda annarra námskeiða.

  • Með TPI þjálfaragráðu frá Titleist Performance Institute í Bandaríkjunum sem snýst um líkamlega greiningu og þjálfun golfara.

  • Framkvæmdastjóri Golfstöðvarinnar í Glæsibæ og annar tveggja eigenda.

  • Hefur starfað sem sjúkraþjálfari- og einkaþjálfari í Hreyfingu frá 2015.

  • Hefur verið í sjúkraþjálfarateymi yngstu landliðanna í knattspyrnu karla.

  • Þjálfaði 11-12 ára börn í frjálsum íþróttum hjá Ármanni í rúman áratug, umsjónarþjálfari flokksins síðustu 5 ár.

  • Var sjúkraþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu í knattspyrnu tímabilið 2017-2018 þegar þeir fóru upp í fyrstu deild.

  • Styrktarþjálfari 2.-3.- og 4. flokks karla í knattspyrnu hjá KR veturinn 2016-2017

  • Hádegisþjálfari starfsmanna í Samskipum 2015-2019.

  • Sunnlenskur sveitastrákur, alinn upp á kúabúi foreldra.

  • Var hvattur áfram í spretthlaupum, armbeygjum og fleiri æfingum af eldri bræðrum frá fyrsta skrefi. Tveir þeirra lærðu íþróttafræði.

  • Æfði lengst frjálsar íþróttir en tók nokkur ár í körfubolta og fótbolta.

  • Varð Íslandsmeistari karla í þrístökki og tugþraut ungkarla auk fjölda héraðsmeistaratitla ofl.

  • Var fjórar annir í Knattspyrnuakademíu Íslands á suðurlandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

  • Fór í hjartalokuskipti sumarið 2016 og hefur því persónulega reynslu af endurhæfingu eftir stóra aðgerð.

bottom of page